Brugghús
Ert að lesa núna
Kaldi
0

Kaldi

eftir Valberg Márágúst 18, 2013

Kaldi er fyrsti bjór sinnar tegundar á Íslandi. Hann kom á markaðinn í lok september 2006. Eigendum Bruggsmiðjunnar langaði að búa til íslenskan gæðabjór þar sem eingöngu væri notað úrvals hráefni. Ákveðið var að gera eitthvað öðruvísi heldur en þekktist á Íslandi og var ákveðið að hafa bjórinn bragðmikinn og vandaðan eðalbjór sem væri án viðbætts sykurs og rotvarnaefna og ógerilsneyddur sem var nýjung á þeim tíma á Íslandi. Fenginn var bruggmeistari frá Tékklandi með mikla reynslu. Til gamans má geta að hann er komin af bruggmeisturum 4 ættliði aftur í tíman. Hann hefur síðan hannað allar uppskriftir af bjórum frá Bruggsmiðjunni.

5% Alk/vol

INNIHALD
Kaldi ljós er ljóskopargullin lager bjór með mjúkri fyllingu. Bjórinn er bruggaður úr Tékknesku malti og í hann eru notaðir Tékkneskir Sládek og Saaz humlar til að búa til þægilega beiskju og ilm. – Bruggsmiðjan

Gullinn. Ósætur, léttur, lítil beiskja. Malt, korn. – Vínbúðin

Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már
Alltaf fundist bjór einstaklega góður og til að svara spurningum um bjórinn, þá ákvað ég að stofna Bjórpsjall og fræða mig um bjórinn ásamt því að skrifa um bjór og bjórmenninguna, vonandi öðrum til fróleiks og skemmtunar.

Segðu okkur hvað þér finnst

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.