Leffe Blonde

0
211

Muninn

Hausinn er um 1putti, rjómakenndur Body er gyllt, tært Nefið er ávextir, krydd, létt hveiti Smakkast af hveiti, krydd og léttum ávöxtum. Eftirbragð er sama, meðalending Blúndan er olíukennd, þétt og mikil hengja Nálardofinn er mildur og munnfylli mikið Venjan er ágæt ABV er 6,6% Allt í allt er Leffe blonde ágætis hveitibjór Bjóst ég samt við meira af honum. Gef honum 45 af 100

Huginn

Hausinn er rúmur einn fingur, rjómakenndur og rólegur. Blúndan er þétt og falleg með ágætri hengju. Nef er ferskt, ávextir og malt. Uppbygging er appelsínu gyllt. Fylling er fín og náladofi er góður. Bragð er banani, krydd og malt. Miðjan er krydduð sem leiðir út í maltað eftirbragð. Neðar í glasinu verða humlarnir nokkuð áberandi. Venja er ágæt. Þetta er bragðmikill belgískur bjór. Minnir óneitanlega á hveitibjór, sem og þessi líklega er, mjög áberandi banabragð (hveiti). Ég er nokkuð ánægður með hann, brögð eru í ágætis jafnvægi, bragðmikill og góður. Ég gef þessum 65 af100.

Umfjallanir

Umfjöllun