Myrkvi er svokallað Porter öl, sem varð til í skuggalegum hafnarstrætum Lundúnaborgar á 18. öld. Dökki liturinn ræðst af ristaða maltaða bygginu sem notað er við bruggunina. Myrkvi er trúr uppruna sínum, enda ósíaður og skilar dimmu og djúpu bragðinu með fullum þunga og þéttri fyllingu.

Sérstaða Myrkva byggir hins vegar á því að sér-ristað kaffi frá Kaffismiðjunni er notað í bruggunina. Kaffið kemur frá Kolumbíu, nánar tiltekið kaffibóndanum Regulo Martinez í Huila. Myrkvi er því spennandi og dularfullt Porter öl með mjúkum kaffitónum og keim af súkkulaði og karamellu. Hreinræktað sælgæti með fínustu steikinni og sætasta eftiréttinum auk þess að vera skuggalega góður einn og sér!

Brúnn. Ósætur, mjúkur, beiskur. Ristað malt, kaffi, karamella, reykur, krydd. Ósíaður (Vínbúðin)

World Beer Awards 2013
Europe best coffee and chocolate flavoured beer
WBA-silver

World Beer Awards 2014
Europe silver coffee and chocolate flavoured beer
CraftBeer-Silver

Global Craft Beer Award 2014
Silver Chocolate or coffee beer

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.