Bjórmenningin
Ert að lesa núna
Bjór stílar
0

Bjór stílar

eftir Valberg Mároktóber 22, 2011

Við höfum nú bætt við síðu sem heitir “Bjór stílar“. Þessi síða verður tileinkuð öllum þeim bjórstílum sem hafa hugkvæmst mönnum í gegnum tíðina. Við ætlum þó að hafa smá gaman af þessu og viljum við því fá ÞIG lesandi góður, já þig… til að fjalla um þá bjór stíla sem eru á listunum.

Hvernig er fjallað um bjórstílana? Dæmi um hvernig væri hægt að fjalla um bjór stíl er t.d;

[box type=”bio”] X er dekkri en þekkist þegar kemur að lager bjórum. Hann er ekki eins humlaður en þó kemur kryddið sterkt í gegn. Hann er mjög sætur og….[/box]

Lýsingin hér að ofan er auðvitað dæmi og lýsir ekki neinum bjór stíl en þetta gefur þó kannski einhverja smá hugmynd um hvernig það væri mögulega hægt að lýsa einhverjum bjórstíl. Það sem þarf að koma fram er þá, hvernig litbrigði einkenna stílinn, hvaða einkennandi bragð er af stílnum, jafnvel hvernig ilmur, hversu mikið alkóhól er í bjórnum og s.frv. Ath, þetta sem ég lýsti hér að framan eru bara dæmi um það sem gæti e.t.v. einkennt stílinn, en það er alls ekki heilagt. Það er um að gera að leita á netinu eða í bókum og setja saman lýsingu fyrir stílnum, en það þarf þó að taka fram hvaðan heimildirnar koma. Það skiptir svo engu hvort heimildirnar koma frá wikipedia eða beeradvocate, svo langt sem þær eru réttar 🙂

Að taka þátt í að skrifa um bjórstílana er að við vonum, góð leið fyrir fólk sem hefur brennandi áhuga á bjór og bjórmenningu til að fræðast um og leggja sitt af mörkum inn í fræðisafnið hérna á Bjórspjall.is. Hægt er að senda inn lýsinguna hér, eða undir Hafðu samband – Senda inn grein.

Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Valberg Már
Alltaf fundist bjór einstaklega góður og til að svara spurningum um bjórinn, þá ákvað ég að stofna Bjórpsjall og fræða mig um bjórinn ásamt því að skrifa um bjór og bjórmenninguna, vonandi öðrum til fróleiks og skemmtunar.

Segðu okkur hvað þér finnst

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.