Október Marzen nr. 5, eins og nafnið gefur til kynna, þá er Október Marzen nr. 5 árstíðabundinn bjór og verður eingöngu fáanlegur í október. Októberfest má rekja til ársins 1810, þegar Lúðvík, krónprins af Bavaríu, og Teresa Saxe-Hildburghausen gengu í hjónaband. Þá var haldin 40.000 manna brúðkaupsveisla en það varð upphafið á stórhátíðnni Októberfest. Októberfest hefur appelsínu-koparrauðan lit og maltríkan ilm. Notað er Munchen-malt, en einnig Pils-malt og örlítið af Caramel-malti. Perle humlar tryggja rétta beiskju og mótvægi við maltinu.

Rafgullinn. Meðalfylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Ristað malt, baunir, þurrkaðir ávextir.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.