Páska Gull – Ölgerðin

1
422

Útlit; flott froða, endist ágætlega, góður endir á froðuni, situr lengi. Raf gullinn, Nefið segir; mjög sæt, nokkuð kröftugur ilmur, grösugur,pínu ávextir, pínu spíri. Bragð; sætur, maltaður, hungangs karmela undir endirinn, smá ristaðir tónar (samt ekki brendir), verður þurr, meðal beiskja, léttur, meðal fylling, lítil sýra, nokkuð auðdrekkanlegur, samt ekki sull bjór – pínu spari bjór.

Súkkulaði prófið fór mjög vel, stenst súkkulaði prófið. Myndi því passa vel með páska egginu.

Páskagull vafðist pínu fyrir okkur, enda fjölbreyttur og skemmtilegur bjór. Hann var samt að floppa pínu á umbúðunum (mjög skemmtilegt útlit, ef það væri gos fyrir krakka).