Páskakaldi – Bruggsmiðjan

1
291

Útlit; Brún rauður, endalaus flott froða. Nefið segir; sætur flottur ilmur, vottur af brendum tónum sem koma vel í gegnum sæta ilminn. Pínu ávextir. Bragð; Smá brendir tónar, sætur, maltaður. Áferðin er góð, góð fylling, pínu þurr, eftir bragðið er ljúft og gott, meira en meðal eftirbragð. Auðdrekanlegur, fallegur bjór.

Matur sem myndi hennta með þessum væri lambalærið, sem er búið að krydda vel með kóríander, einhverju fersku kryddi, kannski bláberja læri.

Súkkulaði prófið var æðislegt, passar vel með suðusúkkulaðinu og án efa með hreinna súkkulaði, þessi passar vel við páska eggið.