Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Skælskør Bryghus Original Stout
0

Skælskør Bryghus Original Stout

eftir Mjaðarbandalagiðfebrúar 7, 2014
Yfirlit
ABV:

8%

IBU:

-

Humlar:

-

Fáanlegur:

-

Fæst í/á:

-

Huginn

Hausin er rétt tæpur fingur, frekar snöggur. Hverfur næstum alveg. Blúnda er sama sem engin. Ekki mikið líf í þessum.
Nefið er sætt malt og dökkir ávextir.
Uppbygging er nokkuð dökk með rauðum tónum í gegn, nokkuð þunnur.
Bragð er sætt malt, minnir óneitanlega á Harboe 1883.. og þar sem þeir eru frá sömu verksmiðju, er ekkert ólíklegt að um líka öla er að ræða.. jafnvel þá sömu. Finn ekkert mikið annað en sætt malt og sætu.. sætu.
Venja er ekki góð.
Flaskan er mjög fín, töff miðar, sama hönnun og Black. Þessi fær léttar 45 af 100 fyrir hönnun.
Þessi stout er eiginlega ekki stout, gervi stout ef eitthvað er.. allt of sætur fyrir mig, á erfitt með að klára hann.
Þessi fær það sama og bróðir hans, 15 af 100 í einkunn.

Muninn

Hausinn er1 putti, léttur og snöggur. Nefið er lítið sætt malt. Body er svart en þó gegnsætt. Smakkast af sætu malti, smá beyskja, pínulítið anís. Eftirbragð er lítið, venjan er ekki góð. minnir talsvert á Harboe siden 1883 sem við vorum búnir að taka fyrir. Blúnda er engin og kolsýran hvarf strax, Flott hönnun á miða en verst að það sama verði ekki sagt um bjórinn sjálfann.
Þessi gervistout fær 14 af 100 hjá mér

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.