Surtur Nr. 15 er sem fyrr er Surtur þykkur og þolgóður, dekkri en sjálft Ginnungagap. Í ár er Surtur undir belgískum áhrifum; þefurinn er ávaxtaríkari en áður og eldristað bragðið byrlað úr þrenns konar geri, hraustlegri maltsætu og herðabreiðum súkkulaðitónum.

9% alk/vol

Að vanda blæs Surtur til atlögu á þorra; öflugasti vopnabróðir sem völ er á í baráttunni við þorramatinn.

Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata,
en gífur rata,
troða halir helveg
en himinn klofnar.

– úr Völuspá

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.