Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Svaneke Double Brown Ale
0

Svaneke Double Brown Ale

eftir Mjaðarbandalagiðoktóber 30, 2011
Yfirlit
ABV:

5,7%

Lýsing

Þessi bjór er flottur mahóný dökkur á lit og hausinn skilur eftir fína blúndu á glasinu. Nefið er Bergamot (ávöxtur), te og nýslegið gras. Bragið er ferskt með vott af sítrus og dauf en flókin biturð, eftirbragð er karamella, möndlur og kolsýrður náladofi. APV. 5,7% Hentar við grillið, gott með rauðu kjöti og ostum.

Hannað af:

Svaneke Bryghuse

Muninn

Hausinn er 1 putti. Ljós og rjómakendur. Body er hnetubrúnt. Smá gruggugur, enda ófilteraður. Nefið er ljósir ávextir, sítrus. malt, smá trippel fílingur í nefinu. Smakkast af malti, beiskum humlum og ferskum ávöxtum. Flókinn bjór sem snertir flesta bragðlaukana. Eftirbragð er létt malt, létt beiskja og sítrus. Minnir óneitanlega á dubbel Þessi er nokkuð skemmtilegur og er úr sömu seríu og allir ølarnir frá þessu brugghúsi. Bruggaður á eyjunni Bornholm, sem er vestmannaeyjar þeirra Dana. APV er 5,7% Þessi er svo langt yfir meðallagi að ég gef honum 95 af 100

Huginn

Hausinn er hálfur fingur, ljós og mjög snöggur, hverfur alveg. Sama sem engin blúnda.
Nefið er karamella og malt, jafnvel smá sæta. Sveskjur.. sítrus.
Uppbygging er appelsínu-rauð, þokukennd og þunn. Ófilteraður.
Náladofi er í meðallagi.
Bragð eru dökkir ávextir, malt, appelsína og klípa af beiskju. Eftirbragð er nokkuð þurrt, ljúf og beisk karamella. Verður þó beiskari þegar neðar dregur.
Venst mjög vel, samt ekki þannig að bragð deyfist, akkurat eins og það á að vera.
Flaskan er ekkert sérstök, sama lúkk á allri línunni, miðinn er öðruvísi og töff.
Þessi öl er nokkuð svakalegur, minnir óneitanlega á Trappist Dubbel, rennur mjög ljúft niður og nýst í hverjum sopa. Lyktar og bragðast vel.. í hverjum sopa. Beiskja og malt/dökkir ávextir skína í gegn.
Þessi fær 75 af 100 frá mér.

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.