Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Thisted Bock
0

Thisted Bock

eftir Mjaðarbandalagiðnóvember 10, 2011
Yfirlit
ABV:

8%

Humlar:

Humlarnir eru Styrian Golding, Saaz og Centennial

Lýsing

Thisted Bock er svipaður og Thisted Ale, afleiðing af samstarfi við Dönsku Coop verslunarkeðjuna, þessir tveir bjórar voru settir á sama tíma á markaðinn. Bjórinn er dökkur – helmingur er toppgerjaður á meðan hinn helmingur er undirgerjaður. Humlarnir eru Styrian Golding, Saaz og Centennial. Það eru margir hraunsteinar í bjórnum, sem gefur bragð af nellikum og svipuðum keimum. Hraunsteinarnir hafa einnig áhrif á járninnihaldið í bjórnum, sem brugghúsið getur ekki auglýst þar sem þetta er eini bjórinn sem er gagnlegur fyrir óléttar konur.. þó einungis í takmörkuðu magni.

Hannað af:

Thisted Bryghus

Muninn

Hausinn er 2 puttar rjómakenndur og hvítur
Body er dökk brúnt
Nefið er malt, ger beyskja og dökkir ávextir
Bragðast af malti með miklu kryddi og beyskja í fyrirrúmi
Áfengisbragðið skín í gegn.
Eftirbragðið er malt og beyskja sem hangir lengi.
Svolítil hengja í blúndunni sem er fín
Abv er 8,0
Lítill sem enginn nálardofi
Venjan er nokkuð góð
Fyrir mitt leiti er þessi með þeim betri úr línunni sem thisted bryghus framleiðir
Ég gef honum 80

Huginn

Hausinn eru þrír fingur, ljós og rjómakenndur. Blúndan er falleg með fínni hengju.
Nefið er ger, dökkir ávextir, sítrus, anís og blóm.
Uppbygging er dökk með rauðum tónum. Fylling er fín og náladofi er góður.
Bragð er BEISKT, kryddað, sítrus og anís/malt. Eftirbragð beiskt og endar í malti. Byrjar BEISKT, sítrus, aftur beiskt og endar svo sem malt. Inn á milli leynist krydd, dökkir ávextir og jafnvel blóm.
Venja er góð, venst þó ekki beiskjunni, en það er akkurat það sem heillar við þennann bock.. hann er vel beiskur.
Ánægður með þennann, fær 55 frá mér.

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.