Úlfur IPA sver sig í ætt við það besta sem er framleitt á vesturströnd Bandaríkjanna og kemur eflaust mörgum íslendingnum í opna skjöldu hvað varðar bragð og lykt. Lyktin er af ferskum sítrus ávöxtum, þá sérstaklega greipaldini, sem er einnig til staðar í bragðinu, og öflug beiskjan fær mann til að þrá annan sopa. Einungis eru notaðir amerískir humlar í Úlf, og humlum bætt í suðu og eftir gerjun, sem er svokölluð „þurrhumlun“.

“Rómverski náttúrufræðingurinn Plinius eldri ritaði Naturalis Historia, alfræðirit um náttúruvísindi sem kom út um árið 78 e.kr. Þar fjallar hann um sínar athuganir á náttúrunni í 37 bindum. Í bók 21, kafla 50 minnist Plinius á jurt sem að hann og hans samtímamenn kölluðu Lupus Salictarius, sem að mætti þýða á íslensku sem „úlfur á meðal runna“, og hefur væntalega átt við klifureiginleika plöntunnar auk þess sem að plantan getur dreift sér og fjölgað sér mjög mikið við réttar aðstæður. Þessa plöntu þekkjum við í dag undir latneska heitinu sem að Carl von Linné gaf því; Humulus Lupulus, eða humall, á góðri íslensku.” Þetta og margt fleira áhugavert á Bloggi Strulaugar Bruggmeistara Borg brugghús.

Lyktin er af ferskum sítrus ávöxtum, þá sérstaklega greipaldini, sem er einnig til staðar í bragðinu, og öflug beiskjan (Borg Brugghús).

Áferð Gullinn. Þétt meðalfylling, þurr, ferskur, beiskur. Suðrænn ávöxtur, malt, grösugir og blómlegir humlar (Vínbúðin).

World Beer Awards 2012
Europe’s Best IPA
WBA-silver

World Beer Awards 2013
Europe’s IPA
CraftBeer-Gold

Global Craft Beer Award 2014
India Pale Ale

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.