Verð á áfengi hækkar enn…

3
263

Nú er þrýst en meira á bjór neyttendur, það hefur verið stöðugur straumur á hækkun á áfengisgjöldum á síðastliðnum árum og árið 2012 er ekki undanskilið því. Hækkuninn núna um áramóttin er að meðaltali 5,1% á alla flokka. Meðal hækkun á lagerbjór í Vínbúðunum er 1,55%.

Í árskýrslu ÁTVR 2010, var verð álagning á bjór svo hljóðandi; innkaupsverð 80kr (26%) áfengisgjald, virðisaukaskattur og skilkjald 191kr (62%) og álagning ÁTVR 38kr (12%), miðað er við 500 ml bjór 5%. Í dag er talning hjá Vínbúðunum og byrja þær á 2012 sölunni á morgun Þriðjudaginn 3. Jan. Það verður gaman að skoða tölunar í árskýrslu 2011 og bera þær saman við önnur ár og árið sem er byrjað.

Bjór er mest selda varan í vínbúðunum og má sjá að í krónum talið að, um 45,9% af allri áfengissölu ÁTVR 2010 var bjór, þar á eftir er rauðvín með 17,5. Íslengingar eru að drekka bjór í mjög miklu mæli og má því ekki vanmeta bjór. Því þurfum við að halda áfram að bæta og styrkja bjórmenningu Íslands. Lærum að njóta bjórs og virða hann. Með bætu úrvali og auknu framboði lærum við betur að virða sögu og menningu bjórsins, bjór þarf ekki að neyta í miklu magni til að njót hans, minna er stundum meira.

Heimildir;

Umfjallanir

Umfjöllun