Bjór Umfjallanir
Ert að lesa núna
Víking Stout – Íslenskur úrvals stout
0

Víking Stout – Íslenskur úrvals stout

eftir Mjaðarbandalagiðnóvember 27, 2011
Yfirlit
ABV:

5,8%

Lýsing

Stout er biksvart öl með mikilli fyllingu og bragði sem hefur tóna af ristuðum kakó- og kaffibaunum. Eftirbragðið er kröftugt með reyktum keim. Stout er sérbruggað, ósíað gæðaöl úr úrvalshráefnum sem hentar einkar vel með ýmsum mat eða bara eitt og sér.

Hannað af:

Víking Brewery

Muninn

Hausinn er 1 putti , brúnn og snöggur
Body er biksvart og algerlega ógegnsætt
Nefið er brennt kaffi, súkkulaði og einhver sæta
Bragðast af brenndu kaffi, anís og keim ag súkkulaði
Eftirbragð er kaffi og anís sem dregst á langinn
Blúndan er afskaplega lítil
Nálardofinn er silki mjúkur sem er akkúrat það sem maður vill fá svona stout
Venjan er afbragðsgóð
ABV er 5,8%
Það er virkilega að koma mér á óvart að íslenskur stout skuli vera með þeim gæðum sem ég er búinn að sjá í þeim sem taldir vera bestu stout á markaðnum. Hann koma mér skemmtilega á óvart og sé eg fram á að gera mitt besta að fá fleiri svona. Víking framleiðir þennann, þar af leiðandi gerði ég ekki miklar vonir til hanns. Verð þó að segja að þessi stout er með þeim betri sem ég hef prófað hingað til.
Gef honum 95 af 100

Huginn

Hausinn er hálfur fingur, brúnn og snöggur. Blúnda er engin.
Nefið er brennt malt, anís, kaffi, dökkir ávextir og sæta.
Uppbygging er svört. Fylling er góð og náladofi er ágætur.
Bragð er brennt kaffi, malt, anís og dökkt súkkulaði/kakó. Eftirbragð er ljúffengt kaffi malt og kakó, og meira kaffi/kakó aftar á bragðinu. Seinna meir er anís meira áberandi í bragði.
Venja er góð.
Þessi er þrælfínn, þó abv. sé frekar dapurt. Bragðið er mjög þægilegt og ljúft, eftirbragð mætti vera meira áberandi og lengra. Kaffið, maltið og kakó/súkkulaðið soðnar vel saman í einkennandi stout/porter bragði.. sem kom nokkuð á óvart ! Þægilegur sötrari sem gefur manni löngun í annann.
Þessi stout fær 80 af 100.

Fræðast meira um Víking Stout?

Þitt álit
Þitt álit
Gefðu álit hér
Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur
Þitt álit
Þú hefur gefið þitt álit
Hver eru viðbrögðin þín?
Æðislegt
0%
Áhugavert
0%
Meh...
0%
HA?
0%
Hata þetta
0%
Sorglegt
0%
Um höfund
Mjaðarbandalagið
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Segðu okkur hvað þér finnst

Útlit
Ilmur
Bragð
Munnfylli
Frumlegur

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.